ísl

//

en

 

 Teiknistofan Arkitektar Stefna T.ark er að skapa umhverfi í samræmi við þarfir fólks með tímalausri hönnun og hagkvæmum lausnum

 

Des. 2017

 

 

 

Okt. .2017

 

Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða

 

Halldór Eiríksson, einn af eigendum Tark, hefur verið skipaður formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs Ferðamannastaða til næstu tveggja ára.

 

Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármagni úr ríkissjóði til uppbyggingar á ferðamannastöðum umhverfis landið í rekstri einkaaðila og sveitafélaga.

 

Halldór tekur við af Albínu Thordarson arkitekti. Aðrir í stjórn eru Anna G. Sverrisdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar, Halldór Halldórsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra Sveitarfélaga og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneyti

 

Sjóðurinn er í umsjón Ferðamálastofu, nánar má sjá um hann HÉR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okt. 2017

 

Skarðshlíðarskóli

 

Að loknu alútboði á vegum Hafnarfjarðarbæjar í Skarðshlíðarskóla var tilboði Eyktar ehf tekið.

 

T.ark er aðalhönnuður skólabyggingarinnar en VSÓ mun sjá um verkfræðihlutann.

 

Reiknað er með að 1, áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2018.

Skólinn er hluti af nýju íbúðahverfi í fallegu dalverpi í Hafnarfirði. Skólinn verður staðsettur miðlægt í hverfinu með góðum tengingum í allar áttir fyrir gangandi og hjólandi umferð.

 

Við hönnun skólans er lögð rík áhersla á að laga bygginguna að því fallega umhverfi sem hún er í og verður til að mynda gróður á þökum, enda um lágreista byggingu að ræða sem staðsett er neðst í dalnum með mikinn sýnileika. Þá er byggingamassinn brotinn upp í smærri einingar sem stallast bæði í grunnplani og á hæðina og fellur þannig betur að þeim skala sem verður ríkjandi í hverfinu og því fjölbreytilega umhverfi sem náttúran býður upp á.

 

Þetta er spennandi verkefni og verður gaman að fylgjast með þessu nýja hverfi taka á sig mynd.

 

 

 

 

 

 

 

20.02.2017

 

Austurbakki 2 - Útboð

 

Í Fréttablaði helgarinnar  (á síðu 65) má finna upplýsingar um útboð í burðarvirki hótels við Austurbakka. Okkur er málið tengt og bendum áhugasömum á að kynna sér málið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

22.03.2017

 

HönnunarMars 2017

 

HönnunarMars er okkar hátíð- og í ár ætlar Tark að vera með á tveimur samsýningum arkitekta.

 

Í Ráðhúsinu er það sýningin "Hvað er í gangi? Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur"

þar sem gestum gefst möguleik á að kynna sér þá uppbyggingu sem á sér stað í miðborginni.

 

 

Í Hörpu stendur Samark fyrir sýningunni Virðisaukandi Arkitektúr þar sem Tark kynnir endurgerð á verknámshúsi, og viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurlands í því samhengi.

 

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest!

 

Nánari upplýsingar eru hér

 

& líka hér

 

 

 

 

 

 

 

27.01.2017

 

FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI

 

"Síðastliðin sjö ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 624 fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá."

 

CREDITINFO

 

Og við erum stolt af því að vera í þeim hópi 3 árið í röð.

 

 

 

 

 

 

 

02.12.2016

 

Umfjöllun um Austurhöfn

 

Í gær birtist umfjöllun í vefútgáfu The NY Times um framkvæmdir í Reykjavík, þar sem meðal annars er rætt við Ásgeir Ásgeirsson einn eigenda T.ark um  uppbygginguna við Austurhöfn, en hönnun þar er í fullum gangi og framkvæmdir að hefjast á vormánuðum.

 

Greinina má lesa hér

 

 

 

 

 

 

 

 

19.12.2016

 

T.ark hlýtur 2.verðlaun í samkeppni um skrifstofuhús Alþingis.

 

Tilkynnt voru úrslit í samkeppni Alþingis og Arkitektafélags Íslands að nýju skrifstofuhúsi Alþingis síðast laugardag. Var niðurstaðan sú að T.ark hlaut 2. verðlaun í samkeppninni af 22 þáttakendum. í umsögn dómnefndar segir að helst styrkur tillögunnar felist í útlitshönnun sem fellur vel að ríkjandi byggingastíl í Kvosinni og öðrum byggingum Alþingis hvað efnisnotkun varðar.

 

Byggingin og staðhættir voru flóknir í þessari samkeppni, eins og endurspeglast í hinum mörgu lausnum sem bárust. Við erum sérstaklega ánægð með þann anda sem yfir tillögunni liggur, samband hennar við borgarana og frábærra tillagna Unnars Arnar Auðarssonar og Hildigunnar Birgisdóttur að listaverkum við húsið, sem eru á sama tíma áminning og þrungin leiftrandi húmor. Þökkum við þeim kærlega samvinnuna.

 

Stúdio Granda hlaut 1.verðlaun og PKdM 3.verðlaun.

 

Frá 2008 hefur T.ark tekið þátt í 11 samkeppnum á vegum Arkitektafélags Íslands og samstarfsaðila og fengið verðlaunasæti í 7 þeirra og athyglisverða tllögu í tveimur.

 

Hér má finna dómnefndarálit keppninnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

A view of construction in Reykjavik from the architectural firm T.ark, which is involved in one of the city’s new developments. Credit Bara Kristinsdottir for The New York Times