Til baka

//

 

 

 

Gerð: Stærð: Verkkaupi: Verktími: Verklýsing: Ábyrgð:

 

 

 

Gerð: Stærð: Verkkaupi: Verktími: Verklýsing: Ábyrgð:
Frekari upplýsingar: Frekari upplýsingar:
Nútímaleg hönnun Húsið er hannað með nútíma þægindi og kröfur í fyrirrúmi. Mikið var lagt í gott efnisval og heildar yfirbragð hússins. Að utan er það að mestu klætt með hvítri sléttri álklæðningu. Á stigahúsum og horníbúðum efstu hæðar er zinclituð álklæðning. Harðviður er notað víðsvegar til ljá húsinu hlýlegra yfirbragð, bæði í gluggum og á svölunum. Gluggarnir eru einnig að mestu úr lökkuðum harðvið og álklæddum timburgluggum sem tryggir lítið viðhald. Bílakajallarinn tengist stigahúsum hvers húss. Í tengslum við bílkjallara er aðstaða fyrir húsvörð. Sameign og lóð verða fullfrágengin með gróðri, leiksvæði og snjóbræðslu í bílageymsl rampa og malbikuðum göngustígum. Íbúðirnar eru vandaðar og vel staðsettar miðsvæðis á Seltjarnarnesi. Stutt er í alla þjónustu á svæðinu. Við hönnun þeirra voru þægindi og öryggi íbúa höfð í öndvegi. Myndsímar eru í aðalanddyrum stigahúsanna og rafmagnsopnun á anddyrishurð. Hurð að bílageymslu er með fjarstýrðum opnunarbúnaði . Í íbúðunum er oftskiptakerfi. Lofthæð í stofum eldhúsum og herbergjum er almennt um 2,90 m s sem er talsvert meira en almennt gerist. Stórir gluggar í stofum, franskar svalir og oft gólfsíðir gluggar í herbergjum tryggja gott ljósmagn og útsýni þar sem það er um að velja. Loft er niðurtekið yfir votrýmum. Íbúðunum fylgja svo rúmgóðar svalir. Sérþvottahús eru í hverri íbúð og góðar geymslur í kjallara. Það að auki er hægt að festa kaup á aukageymslu með beinu aðgengi frá tilheyrandi bílastæði. Vandaðar innréttingar Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna. Baðherbergis- og þvottahúsgólf eru flísalögð. Í eldhúsum er sérsmíðaðar innréttingar, sem oftast ganga alveg út á svalirnar í formi geymslusvæðis fyrir t.d. grill.