ísl

//

en

 

 Teiknistofan Arkitektar Stefna T.ark er að skapa umhverfi í samræmi við þarfir fólks með tímalausri hönnun og hagkvæmum lausnum

 

02.12.2016

 

Umfjöllun um Austurhöfn

 

Í gær birtist umfjöllun í vefútgáfu The NY Times um framkvæmdir í Reykjavík, þar sem meðal annars er rætt við Ásgeir Ásgeirsson einn eigenda T.ark um  uppbygginguna við Austurhöfn, en hönnun þar er í fullum gangi og framkvæmdir að hefjast á vormánuðum.

 

Greinina má lesa hér

 

 

 

 

 

 

 

 

A view of construction in Reykjavik from the architectural firm T.ark, which is involved in one of the city’s new developments. Credit Bara Kristinsdottir for The New York Times

 

01.12.2016

 

Fyrirlestrar frá afmælishátíð

 

T.ark var sem kunnugt er stofnað þann 1.desember 1940

og í fyrra héldum við með veglegum hætti upp á 75 ára afmæli stofunnar.

 

Við héldum meðal annars ráðstefnu helgaða arfleifð módernískra bygginga og framtíð þeirra í borgarlandslaginu, og fögnuðum þannig tímamótunum.

 

Við létum taka upp ráðstefnuna og þykir við hæfi að birta á afmælisdegi okkar í dag þær upptökur, enda málefnið enn sem fyrr brýnt og erindin góð.

 

Þarna töluðu Pétur Ármannsson, Ágústa Kristófersdóttir, Peder Egdaal, Hjálmar Sveinsson, Hildigunnur Sverrisdóttir, Halldór Eiríksson, Christophe Egret frá Studio Egret West og Brendan MacFarlane frá Jacob+MacFarlane. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé bent á frábæran fyrirlestur Christophe Egret „Give Modernism A Second Chance“.

 

Hérna má finna upptökurnar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15.02.2016

 

Höfðatorg

 

Undanfarið höfum við verið að vinna að þessu skemmtilega verkefni á efstu hæðinni á Höfðatorgi.

 

Um er að ræða 8 lúxussvítur af flottustu gerð. Hæðin hefur staðið auð frá byggingu hússins, en er nú óðum að taka á sig mynd.

 

T.ark hannaði allt innra skipulag hæðarinnar og sá jafnframt um innanhússhönnun; húsgagnaval og heildarútlit, sem og allar innréttingar.

 

 

 

 

 

 

 

 

14.11.2016

 

Fréttir af því sem við erum að gera á stofunni rata hraðar inná Facebook síðu teiknistofunnar þessa dagana - Endilega kíkið á okkur þar!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

02.11.2015

 

Fríkirkjuvegur 11

 

Þann 01.12.2015 samþykkti byggingarfulltrúi umsókn um breytingar á Fríkirkjuvegi 11. Ferlið hófst fyrir rúmum fjórum árum og er búið að vera langt og strangt.

 

Eigandi hússins fól T.ark að þróa tillögu að breytingum og endurnýjun hússins með það að markmiði að hægt væri að taka það aftur í notkun en húsið hefur staðið autt og verið án hlutverks í nokkurn tíma.  Verkefnið er viðamikið og húsið sögufrægt og á margan hátt viðkvæmt enda samofið sögu Reykjavíkur.

 

Það hefur alla tíð verið markmið eiganda hússins og T.ark sem hönnuða, að sýna húsinu og sögu þess virðingu.   Allra leiða hefur því verið leitað til þess að gera húsið þannig upp að upprunaleg hönnun þess fái að njóta sín.

 

Áskorunin felst í því að bæta við nýjum notkunarmöguleikum og hagkvæmum rekstrargrundvelli svo Fríkirkjuvegur 11 geti á ný orðið virkur þátttakandi í borgarlífinu.

 

Hafa þær breytingar sem T.ark lagði til nú verið samþykktar og er það mikið gleðiefni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

27.11.2015

 

Niðurstaða í samkeppni um mosku

 

Félag múslima á Íslandi í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efndi á dögunum til samkeppni um hönnun mosku í Reykjavík. Alls bárust 63 tillögur í keppnina og voru úrslit kunngjörð 26. nóvember.

 

T.ark, í samstarfi við frönsku arkitektastofuna Interpreting Spaces, hlaut viðurkenningu fyrir athyglisverða tillögu, sem má sjá hér til hliðar

 

Í áliti dómnefndar kemur m.a. fram að tillagan innihaldi frumlegar og sannfærandi lausnir bæði innan- og utandyra, ásamt áhugaverðum þakgarði. Ennfremur kemur fram að tillagan sé ljóðræn nálgun að hönnun nútíma mosku.

 

Vinningstillöguna áttu arkitektarnir Gunnlaugur Stefán Baldursson og Pia Bickmann.

 

 

Niðurstöður dómnefndar má finna hér

 

 

 

 

 

 

Tillaga T.ark og Interpreting Spaces

 

23.11.2015

 

Afmælisráðstefna

 

Fimmtudaginn síðastliðin stóðum við hjá T.ark fyrir ráðstefnu í tilefni 75 ára afmælis stofunar. Við viljum þakka öllum sem komu og tóku þátt með okkur, bæði fyrirlesurum og áheyrendum.

 

Við erum afskaplega ánægð með daginn og fyrirlestrana sem gáfu okkur frábæra sýn á hina módernísku arfleifð.

 

Takk fyrir okkur!

 

 

 

 

 

 

 

 

02.10.2015

 

Barónsreitir í auglýsingu

 

29.október var síðara deiliskipulag svokallaðra Barónsreita auglýst af Reykjavíkurborg. Tekur nú við 6 vikna auglýsingaferli áður en skipulagið fær endanlega afgreiðslu hjá borgaryfirvöldum.

 

T.ark hannaði tillögu að uppbyggingu fyrir Rauðsvík ehf sem á þær eignir sem falla undir skipulögin tvö, að undanskilinni byggingunni við Laugavegi 77 og lóð norðan þess, en T.ark vann uppdráttinn í samvinnu við dap, sem skipulagið þá lóð.

 

Um er að ræða einn af stærri reitum miðbæjarins sem hafa legið í vanrækslu síðustu áratugi, með gapandi sári við Hverfisgötu. Því fylgdi verkinu mikil ábyrgð og erum við stolt af niðurstöðunni, en lögð er áhersla á að vernda eldri byggð á efri reitnum og við Skúlagötu, fækka háhýsum en á sama tíma tryggja möguleika á sambærilegir þéttingu byggðar og að efla borgarmyndina og þjónustustig, skapa hvetjandi umhverfi fyrir gangandi og hjólandi, með stígum á milli og innan reita.

 

 

 

 

 

 

 

25.09.2015

 

 

Kynningarfundur vegna Barónsreits

 

T.ark hefur undanfarna mánuði unnið að deiliskipulagsbreytingu á svokölluðum Barónsreit í Reykjavík.

 

Kynningarfundur vegna breytingarinnar verður haldinn 28. september næstkomandi í Borgartúni 14, Vindheimum á 7. hæð.

Fundurinn hefst kl. 17:00.

 

Nánari upplýsingar má finna á vef Reykjavíkurborgar

 

 

 

Lóðamörk og byggingarreitir, hótelið kemur til með að standa á nyrðri hluta reitar 5

Byggingamassar, Austurhöfn

 

03.09.2015

 

 

Nýtt deiliskipulag

 

Tekið hefur gildi nýtt deiliskipulag fyrir Austurhöfn í Reykjavík. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Reykjavíkur og er svæðið skilgreint sem „miðsvæði.“ Staðsetningin er gulls ígildi og tengir saman miðbæ Reykjavíkur og hafnarsvæðið.

 

Deiliskipulaginu er ætlað að skapa ramma fyrir aðlaðandi, þétt og fjölbreytt byggingarform fyrir verslun, þjónustu og íbúðir. Ætlunin er að blása nýju lífi í svæðið og móta skjólsæl rými og fjölbreytt mannlíf, m.a. með tilkomu Reykjastrætis, nýs strætis sem liggur frá Hörpu að miðbæjarkjarna. Við enda Reykjastrætis verður Reykjatorg og hinum megin við torgið stendur Harpa.

 

Bílastæðaþörf svæðisins verður mætt með nýjum bílastæðakjallara og byggt verður upp öruggt umferðarkerfi þar sem sérstök áhersla er lögð á gott flæði gangandi og akandi umferðar og tengingar við nærliggjandi svæði. Við breytinguna mætast Geirsgata og Lækjargata á nýjan hátt líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

 

 

 

 

 

20.08.2015

 

 

Marriott EDITION Reykjavik

 

Spennandi tímar eru framundan hjá T.ark eftir að Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company kynnti nýundirritaðan samning milli fyrirtækis síns og Marriott EDITION vegna reksturs nýs fimm stjörnu hótels við Austurhöfn.

 

Marriott rekur 4000 hótel víðsvegar um heiminn en með Ian Schrager í fararbroddi hefur Marriott tekið fyrstu skrefin í átt að þróun á nýrri hugmyndafræði í hótelrekstri með tilkomu EDITION.

 

T.ark mun ásamt verkfræðistofunni Mannvit og erlendum ráðgjöfum halda áfram vinnu við þróun og hönnun verksins. Við hönnun hótelsins verða kröfur eiganda og rekstraraðila, væntingar gesta og heimamanna og möguleikar staðsetningarinnar lykilatriði í gerð glæsilegrar viðbótar við umhverfi Hörpu og Austurhafnar.

 

Heimasíða EDITION

 

Umfjöllun fjölmiðla m.a. má finna hér, hér og hér