ísl

//

en

 

 Teiknistofan Arkitektar Stefna T.ark er að skapa umhverfi í samræmi við þarfir fólks með tímalausri hönnun og hagkvæmum lausnum

 

20.02.2017

 

Austurbakki 2 - Útboð

 

Í Fréttablaði helgarinnar  (á síðu 65) má finna upplýsingar um útboð í burðarvirki hótels við Austurbakka. Okkur er málið tengt og bendum áhugasömum á að kynna sér málið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

22.03.2017

 

HönnunarMars 2017

 

HönnunarMars er okkar hátíð- og í ár ætlar Tark að vera með á tveimur samsýningum arkitekta.

 

Í Ráðhúsinu er það sýningin "Hvað er í gangi? Þróun byggðar í miðborg Reykjavíkur"

þar sem gestum gefst möguleik á að kynna sér þá uppbyggingu sem á sér stað í miðborginni.

 

 

Í Hörpu stendur Samark fyrir sýningunni Virðisaukandi Arkitektúr þar sem Tark kynnir endurgerð á verknámshúsi, og viðbyggingu við Fjölbrautaskóla Suðurlands í því samhengi.

 

Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest!

 

Nánari upplýsingar eru hér

 

& líka hér

 

 

 

 

 

 

 

 

27.01.2017

 

FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI

 

"Síðastliðin sjö ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 624 fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 35.000 sem skráð eru í hlutafélagaskrá."

 

CREDITINFO

 

Og við erum stolt af því að vera í þeim hópi 3 árið í röð.

 

 

 

 

 

 

 

 

02.12.2016

 

Umfjöllun um Austurhöfn

 

Í gær birtist umfjöllun í vefútgáfu The NY Times um framkvæmdir í Reykjavík, þar sem meðal annars er rætt við Ásgeir Ásgeirsson einn eigenda T.ark um  uppbygginguna við Austurhöfn, en hönnun þar er í fullum gangi og framkvæmdir að hefjast á vormánuðum.

 

Greinina má lesa hér

 

 

 

 

 

 

 

 

19.12.2016

 

T.ark hlýtur 2.verðlaun í samkeppni um skrifstofuhús Alþingis.

 

Tilkynnt voru úrslit í samkeppni Alþingis og Arkitektafélags Íslands að nýju skrifstofuhúsi Alþingis síðast laugardag. Var niðurstaðan sú að T.ark hlaut 2. verðlaun í samkeppninni af 22 þáttakendum. í umsögn dómnefndar segir að helst styrkur tillögunnar felist í útlitshönnun sem fellur vel að ríkjandi byggingastíl í Kvosinni og öðrum byggingum Alþingis hvað efnisnotkun varðar.

 

Byggingin og staðhættir voru flóknir í þessari samkeppni, eins og endurspeglast í hinum mörgu lausnum sem bárust. Við erum sérstaklega ánægð með þann anda sem yfir tillögunni liggur, samband hennar við borgarana og frábærra tillagna Unnars Arnar Auðarssonar og Hildigunnar Birgisdóttur að listaverkum við húsið, sem eru á sama tíma áminning og þrungin leiftrandi húmor. Þökkum við þeim kærlega samvinnuna.

 

Stúdio Granda hlaut 1.verðlaun og PKdM 3.verðlaun.

 

Frá 2008 hefur T.ark tekið þátt í 11 samkeppnum á vegum Arkitektafélags Íslands og samstarfsaðila og fengið verðlaunasæti í 7 þeirra og athyglisverða tllögu í tveimur.

 

Hér má finna dómnefndarálit keppninnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

A view of construction in Reykjavik from the architectural firm T.ark, which is involved in one of the city’s new developments. Credit Bara Kristinsdottir for The New York Times

 

01.12.2016

 

Fyrirlestrar frá afmælishátíð

 

T.ark var sem kunnugt er stofnað þann 1.desember 1940

og í fyrra héldum við með veglegum hætti upp á 75 ára afmæli stofunnar.

 

Við héldum meðal annars ráðstefnu helgaða arfleifð módernískra bygginga og framtíð þeirra í borgarlandslaginu, og fögnuðum þannig tímamótunum.

 

Við létum taka upp ráðstefnuna og þykir við hæfi að birta á afmælisdegi okkar í dag þær upptökur, enda málefnið enn sem fyrr brýnt og erindin góð.

 

Þarna töluðu Pétur Ármannsson, Ágústa Kristófersdóttir, Peder Egdaal, Hjálmar Sveinsson, Hildigunnur Sverrisdóttir, Halldór Eiríksson, Christophe Egret frá Studio Egret West og Brendan MacFarlane frá Jacob+MacFarlane. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé bent á frábæran fyrirlestur Christophe Egret „Give Modernism A Second Chance“.

 

Hérna má finna upptökurnar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15.02.2016

 

Höfðatorg

 

Undanfarið höfum við verið að vinna að þessu skemmtilega verkefni á efstu hæðinni á Höfðatorgi.

 

Um er að ræða 8 lúxussvítur af flottustu gerð. Hæðin hefur staðið auð frá byggingu hússins, en er nú óðum að taka á sig mynd.

 

T.ark hannaði allt innra skipulag hæðarinnar og sá jafnframt um innanhússhönnun; húsgagnaval og heildarútlit, sem og allar innréttingar.

 

 

 

 

 

 

 

 

14.11.2016

 

Fréttir af því sem við erum að gera á stofunni rata hraðar inná Facebook síðu teiknistofunnar þessa dagana - Endilega kíkið á okkur þar!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

02.11.2015

 

Fríkirkjuvegur 11

 

Þann 01.12.2015 samþykkti byggingarfulltrúi umsókn um breytingar á Fríkirkjuvegi 11. Ferlið hófst fyrir rúmum fjórum árum og er búið að vera langt og strangt.

 

Eigandi hússins fól T.ark að þróa tillögu að breytingum og endurnýjun hússins með það að markmiði að hægt væri að taka það aftur í notkun en húsið hefur staðið autt og verið án hlutverks í nokkurn tíma.  Verkefnið er viðamikið og húsið sögufrægt og á margan hátt viðkvæmt enda samofið sögu Reykjavíkur.

 

Það hefur alla tíð verið markmið eiganda hússins og T.ark sem hönnuða, að sýna húsinu og sögu þess virðingu.   Allra leiða hefur því verið leitað til þess að gera húsið þannig upp að upprunaleg hönnun þess fái að njóta sín.

 

Áskorunin felst í því að bæta við nýjum notkunarmöguleikum og hagkvæmum rekstrargrundvelli svo Fríkirkjuvegur 11 geti á ný orðið virkur þátttakandi í borgarlífinu.

 

Hafa þær breytingar sem T.ark lagði til nú verið samþykktar og er það mikið gleðiefni.